UM FARICE

Um okkur

Farice ehf á og rekur FARICE-1 sæstrenginn milli Seyðisfjarðar og Skotland með grein til Færeyjar ásamt DANICE sæstrenginn frá Landeyjum á Suðurlandi til Danmerkur. Hjá fyrirtækinu starfa 7 manns. Upplýsingabæklingur um fyrirtækið og starfsemi þess má finna  hér.

Íslenska ríkið á frá og með 9. apríl 2019 100% hlutafjár í Farice

  • The Icelandic State

Saga fyrirtækisins

Farice var stofnað formlega í nóvember 2002 af nokkrum fjarskiptafyrirtækjum á íslandi og Færeyjum. Íslenska ríkið tók einnig þátt í stofnun fyrirtæksins.  Tilgangur fyrirtæksins var að leggja sæstreng sem síðar fékk nafnið FARICE-1 sem lagður var sumarið 2003 og fór formlega í rekstur í janúar 2004. Sex árum síðar lagði fyrirtækið DANICE sæstrenginn til Danmerkur. Fyrirtækið sem dregur nafn sitt af Færeyjum (Faroe Islands) og Íslandi (Iceland)  er lang stærsti aðilinn í sölu á samböndum  frá Íslandi til útlanda.  Viðskiptavinir eru fjarskiptafyrirtæki hverskonar og stærri viðskiptavinir gagnavera en fyrirtækið skilgreinir sig sem þjónustuaðila á heildsölumarkaði. (ýtið á fyrirsögn fyrir ítarlegri sögu)


Netkerfið

Farice rekur ekki einungis sæstrengi heldur líka landleiðir sem gerir Farice mögulegt að bjóða sambönd frá einni borg til annarar eða einu gagnaveri til annars.  Farice selur aldrei sambönd einungis í sæstrengjum.  Netkerfið og uppbygging þess miðast við að sinna þörfum viðskiptavina Farice sem koma úr hópi hefðbundinna fjarskipta -fyrirtækja,  Internet þjónustufyrirtækja , bjóðendum skýjalausna (e. cloud service providers) svo að dæmi séu tekin.  Farice býður uppá grunnsambönd í formi 10Gb/s (DWDM)  og smærri sambönd allt frá 50 Mb/s til 10G/s sem eru veitt annars vegar með SDH tækni eða MPLS.  Samhliða þessu býður Farice uppá internet þjónustu (IP Transit). (ýtið á fyrirsögn fyrir myndir af neti)

Eigendur

Farice ehf er alfarið í eigu íslenskra aðila. Stærsti eigandinn er Arion banki með um 40%.  Landsvirkjun og Íslenska ríkið eiga um 30% hvort.

Stjórnendur

Stjórnendur hafa áralanga reynslu við rekstur fjarskiptakerfa, þjónustu tengda því og reynslu á alþjóðamörkuðum.