Fjölbreytt þjónustuframboð

Þjónusta í boði

Farice býður fjarskiptasambönd milli Íslands, Færeyjar, Bretlands og meginlands Evrópu um nútímalega og öfluga sæstrengi sína, DANICE og FARICE-1. Hér má finna frekari upplýsingar um einstakar þjónustur.


IP/MPLS lausnir

Farice hóf árið 2012 að bjóða IP/MPLS lausnir og notar  til þess ASR9000 búnað frá Cisco.   Fyrst skal nefna IPT þjónustu sem er Internet þjónusta fyrir þjónustuaðila með eigið AS númer. EWS er síðan heiti á Ethernet samböndum með sveigjanlega bandvídd og mismunandi verndun sem einnig er í boði yfir MPLS kerfið.Þjónustustaðir (POP)

Farice rekur eigið net sem nær til nokkura og er með eigin þjónustustaði og búnað  í fimm löndum. Framlenging (e. local access) til viðskiptavina getur einnig verið hluti af þjónustunni sé um það samið. 


Leigulínur

Farice býður uppá leigulínur, þ.e.a.s. TDM uppskipt sambönd fallt upp í STM-64 eða 10GbE.  Farice býður ekki uppá E1 eða 2 Mb/s leigulínur.  Sveigjanlega sambönd sem eru ígildi leigulína má finna undir IP/MPLS lausnum.