Frá borg til borgar
Farice býður tengingar frá tengistöðum á Íslandi til nokkura borga erlendis (e. City to city). Tengistaðir (POP= Point Of Presence) á Íslandi eru í Reykavík á tveimur stöðum og í gagnaverunum Verne á Keflavíkurflugvelli og Thor datacenter sem Advania á í Steinhellu Hafnarfirði. Tengistaðir erlendis eru þeir helstu í Kaupmannahöfn, Amsterdam og London. Unnt er að fá stærri (10G) tengingar til margra annara borga á meginlandi Evrópu, svo sem Frankfurt, Hamborgar, Stokkhólms og Oslóar. Framlenging frá tengipunkti til endanotenda getur ýmis verið á ábyrgð Farice eða viðskiptavinar. Frekari upplýsingar um þjónustur eins leigulínur , Ethernet (EWS), bylgjulengdir (DWDM) og Internet umflutning (IPT) má finna undir Þjónusta.