Net fyrir kröfur framtíðar

Nokkrar staðreyndir um netið

Afkastageta

Sæstrengir Farice byggja á tækni sem er í grunnatriðum sú sama og nýjustu sæstrengir nýta.  Framfarir í endabúnaði þar sem gögnin eru mótuð inná strengina nýtast sæstrengjum beint þannig að endabúnaður hefur verið og mun verða uppfærður frá upphaflegri tækni.    Með þessu má framlengja líftíma strengjanna um mörg ár og sem stendur er grunnafkastageta strengjanna miklu meiri en það sem hefur verið vikjað til notkunar.  Ef þróun í notkun heldur áfram sem horfir á eldri strengurinn FARICE-1 að duga vel fram á næsta áratug, þ.e.a.s. vel fram yfir 2024.  Þótt nýting strengjanna sé á bilinu 1-2% af fullri afkastagetu þegar þetta er skrifað árið 2016 er ekki þar með sagt að þeir séu vannýttir eins og gjarnan má heyra í umræðunni.   Það kostar að stækka afkastagetuna þar sem efla þarf afkastagetu endabúnaðar fyrir hvert skref sem er 100Gb/s í hvert sinn.  Jafnframt þarf að leigja af þriðja aðila sambönd á landi. Allt tal um að Farice á einhvern hátt takmarki bandbreidd á ekki við rök að styðjast.

Á þriðja ársfjórðungi 2015 er Farice að selja um 420 Gb/s í heildina milli Íslands and Evrópu  sem dreifist jafnt yfir FARICE-1 og DANICE sæstrengina.  Hér fyrir neðan má sjá heildarafkastagetu sæstrengjanna miðað við núverandi getu endabúnaðar.  Til að virkja hins vegar sæstrengina að fullu þarf að fjárfesta í búnaði fyrir marga milljarða króna.


Sæstrengir Sala hófst fjöldi ljósl. para Upprunaleg afkastageta [Gb/s] Fræðilegt hámark (2016) [Gb/s]
FARICE-1 2004 2 720 11000
DANICE 2009 4 5120 36000


Umferðartöf (e. latency)

Imferðartöfin, þ.e.a.s. tíminn sem það tekur gögn að fara frá A til B er hér sýnd í millisekúndum.  Umferðartöfin ræðst að mestu af hraða ljóseindar í ljósleiðara sem er um 2/3 af hraða ljósleiðara í lofttæmi.  Töf í búnaði er hverfandi lítil en áætluð 1 msek. í heildina.  Mælingin miðar við pakka sem eru 64 bæti að stærð.  Umferðartöf mælir aðra leið en til samanburðar þá mælir Ping skipun báðar leiðir sem einnig kalla RTT (e. Round Trip Time). 

Sæstrengur notaður A      B

 Tími

[msek]

FARICE-1
Reykjavik London (stysta leið)
18,4
FARICE-1
Reykjavik Amsterdam
21,6
DANICE
Reykjavik/Verne Amsterdam
17,8
DANICE                        
Reykjavik/Verne Copenhagen
14,9
Greenland Connect
Reykjavik New York
40,6

Greenland Connect
Reykjavik
Halifax
33,7
Gr.Connect+DANICE  
Copenhagen New York
53,7
Gr.Connect+DANICE
Copenhagen
Montreal
58,8
Gr.Connect+DANICE
Copenhagen Toronto
63,8
Gr.Connect+FARICE-1
London
Montreal
60,0

1) Verne Ásbrú og Múli Reykjavík eru nánast jafnlangt frá B