Net fyrir kröfur framtíðar

Rekstur netsins

Eigin rekstur í samstarfi við aðra

Helstu samstarfsaðilar Farice eru 

Míla sem leigir aðgang að flutningsleiðum innanlands, frá landtökustöðvum til þjónustumiðja í Reykjavík og í gagnaverum. Míla rekur einnig vaktborðið (NOC).

Cable & Wireless ( núna Vodafone Carrier Services) sem leigir áframsambönd frá landtökustöð í  Skotlandi til London

Tele Danmark (TDC) sem leigir aðgang frá landtökustöð í Danmörku til ýmissa endastaða á meginlandi Evrópu.

Opin Kerfi sem eru til aðstoðar við rekstur Internet og MPLS kerfa.

Farice hefur eigin tæknideild sem sér um rekstur kerfisins.

Farice  er með sífellt opið  24/7/365 vaktborð NOC (Network Operating Centre) þar sem fylgst er með bilunum og sendar út  tilkynningar til viðskiptavina og samstarfsaðila þegar eitthvað bjátar á.