Net fyrir kröfur framtíðar

  • UK-backhaul

Öryggi netsins

Hannað fyrir háan uppitíma

Heildarnetuppbyging Farice miðast við að þjónusta sé ávallt til reiðu þótt einhverjir leiðarhlutar netsins  kunni að vera rofnir. Sérhver sæstrengur er ávallt tengdur með tveim valmöguleikum um landleiðir. Landleiðirnar eru þá aðskildar frá hvor annari.  Það er síðan undir viðskiptavinum komið hvaða þjónustu þeir kaupa og hversu hátt öryggisstig er valið. Það er því ekki sjálfgefið að þjónusta sem keypt er  hafi landleið til vara ef aðalleið bilar.

Öruggir sæstrengir

FARICE-1 fór í rekstur um haustið 2003 (formlega í janúar 2004) og DANICE haustið 2009.  Á rekstrartíma til þess tíma sem þetta er skrifað (janúar 2016) hafa þessir strengir aldrei bilað eða orðið fyrir hnjaski sem vitað er sem stöðvað  hefur reksturinn. Þetta er einstaklega góð rekstrarsaga og ekki síst ef borið er saman við fyrri sæstreng Cantat-3 sem átti það til að slitna 1-2 x á ári mestegnis vegna fiskveiða.  Ýmislegt er gert til að styrkja rekstraröryggið daglega svo sem stöðugt eftirlit um AIS kerfið hjá Landhelgisgæslunni og betra lagaumhverfi.  Nú er skilgreint öryggissvæði, 1 km, um strengina sem ekki má veiða á og munar um það.  Hvað varðar legu strengjanna þá hefur verið mikið tillit verið tekið til fiskveiðiáhættu og gott samstarf við útvegsmenn og skipstjóra afar mikilvægt í þessu sambandi.  Fiskveiðar eru sögulega séð mesti slitvaldur fjarskiptasæstrengja.