Net fyrir kröfur framtíðar

Tenging Ísland við umheiminn

Nútímalegt og öruggt net

Farice rekur nútímalegt net til að anna kröfuhörðum viðskiptavinum sínum sem ekki eru bara íslensk fjarskiptafélög heldur líka erlendir aðilar í gagnaverum landsins.   Farice ber í raun meginábyrgðina á því að Ísland sé vel tengt, bæði hvað varðar flutningsgetu og líka hvað varðar uppitíma og öryggi.   Með því að nýta nýjustu framfarir í ljósleiðaratækni eins og 100G coherent bylgjur  hefur Farie ekki bara byggt upp öflugan grunn heldur líka framlengt líftíma sæstrengja sinna um mörg ár þar sem nýja tæknin eykur afkastagetu þeirra allt að tífalt miðað við upphaflegu hönnun.  Afkastageta strengjanna mun duga Farice og þar af leiðandi landsmönnum mörg ár í viðbót, langt fram á næsta áratug.  Frá því að strengirnir FARICE-1 (2004) og DANICE (2009) voru lagðir hefur aldrei orðið bilun í sjó sem er einstaklega góð rekstrarsaga.  Bilanir í landi koma af og til fyrir en með fjölbreytni landleiða má komast hjá því að umferðatruflanir verða.


Rekstur netsins

Hjá Farice er tæknideild sem sér um rekstur netsins.  Farice leigir aðgang að landkerfum annara en á og rekur sæstrengina ásamt fjöblreyttum búnaði sem er á endum landleiða og sæstrengja.  

Mynd af neti

Hér má finna yfirlitsmynd af neti Farice.