Viðgerð lokið á Greenland Connect

Viðgerð lauk 22. ágúst kl 6:30 á staðartíma 8 mánuðum eftir bilun

18.9.2019

Þann 27. desember 2018 rofnaði allt samband austur af Nuuk til Íslands.  Greenland Connect strengurinn liggur frá Nuuk til Íslands með viðkomu á Qaqortoq áður en hann nemur land í Landeyjum á leið sinni til Evrópu.  Vegna þess  var ekkert sæstrengssamband frá Nuuk til Evrópu um Ísland. Varaleið til Nýfundnalands hélt uppi samskiptum við umheiminn.  Viðgerð lauk um 8 mánuðum síðar eða þann 22. ágúst 2019.  Erfitt var að athafna sig á viðgerðastað vegna ísjaka sem var m.a. ástæðan fyrir seinkun viðgerðar.  Strengurinn hafði slitnað í um 3 km dýpi um 624 km suður af Nuuk.  Í raun var um tvær bilanir að ræða en skipta þurfti einnig um svokallað greinatengi (e. branching unit) á öðrum stað á strengnum. Greinatengið hafði valdið svokallaðri jarðútleiðslu á aflfæðingu strengsins.

Frekari upplýsingar hjá Tele Greenland veitir Frank Gabriel (fg@telepost.gl)