Samband um Greenland Connect liggur enn niðri

Sambands Íslands um sæstrenginn til Kanada óvirkt síðan 27. desember

16.4.2019

Greenland Connect sæstrengurinner einn af þremur ljósleiðarastrengjum sem tengja Ísland við umheiminn og mikilvægur sem þriðja varaleið Íslands.  Strengurinn er fyrst og fremst þó aðalfjarskiptaleið Grænlands við umheiminn. Sambönd frá Íslandi um Greenland Connect til Vesturheims liggja algjörlega niðri en nokkur íslensk fyrirtæki kaupa sambönd á þessum streng. Þann 21. janúar slitnaði annar sæstrengur Tele Greenland norður vesturstöndina vegna fiskveiða en búið er að gera við hann.  Grænland er enn tengt vestur til Kanada en leiðin þeirra um Ísland og áfram til Evrópu liggur niðri vegna fyrri bilunar.  Grænland er því eintengt við umheiminn. Búið er að greina bilun og er hún staðsett 624 km suður af Nuuk í um 3 km dýpi. Í ljós hefur komið að kápa kapalsins hefur laskast líklega vegna nudds við harða botnklöppina og þarf því að skipta um hluta kapalsins.  Aðstæður til viðgerðar hins vegar mjög erfiðar vegna veðurs og hefur viðgerðaskipið Horizon Enabler lítt getað athafnað sig og sjálft orðið fyrir tjóni. Skipið hefur siglt til hafnar í Kanada til að skipta um áhöfn og til að endurnýja þann búnað sem hefur laskast.  Það er áformað að halda áfram að reyna að laga kapalinn á næstu vikum en sem stendur er engin áætluð viðgerðadagsetning.   Þess má einnig geta að gera þarf við tvær bilanir því að það kom einnig í ljós að svokölluð greinakvísl (e. Branching Unit) er laskað og skipta þarf um að.  Farice óskar Tele Greenland alls hins besta og vonar að þessu óvissuástandi ljúki sem fyrst.