Bilun á Greenland Connect sæstreng

Samband Íslands um strenginn til Bandaríkjanna liggur niðri

30.1.2019

Bilunin er 624 km suður af Nuuk. Ekki er ljóst hvað veldur bilun en hún varð ekki vegna fiskveiða eins og algengt er.   Samband milli Qaqortoq og Nuuk er um takmarkað radíókerfi eins og sakir standa.  Í raun má segja að meginsambönd Grænlands treysti á einn kapal og ekkert varasamband sé í gangi.  Austurhluti Grænlands tengist umheiminum um Ísland og vesturhluti Grænland tengist umheiminum um Kanada.  Samskipti milli Qaqartoq og Nuuk eru um radíkókerfi en þau hafa litla flutningsgetu fyrir nútíma internetumferð.   Sambönd frá Íslandi um Greenland Connect til Vesturheims liggja algjörlega niðri en nokkur íslensk fyrirtæki kaupa sambönd á þessum streng.  Þann 21. janúar slitnaði annar sæstrengur Tele Greenland.  Stengur sá heitir Greenland Connect North og liggur frá Nuuk upp vesturströndina. Togari mun hafa slitið strenginn við Sisimiut. Áætlað er að viðgerð hér verði um miðjan mars.  Þessar bilanir hafa almennt ekki áhrif á þjónustu Farice nema fyrir þá viðskiptavini sem kaupa þjónustu yfir Atlantsshafið en skerða fjarskiptaöryggi Íslands hins vegar.

GC-2-Google-EarthGC-slit