Farice stækkar net sitt í ADVANIA gagnaverið

Uppbygingu nýs bylgjulengdarkerfis lokið

25.2.2016

Farice hefur lokið uppbyggingu á nýjum bylgjulengdarbúnaði (DWDM) í gagnaveri Advania (THOR DC) í Hafnarfirði.  Búnaðurinn sem er frá fyrirtækinu CIENA framlengir 100G grunnbylgjur inní gagnaverið og tengir þar með gagnaverið beint við net Farice.  Með þessu er Farice enn betur í stakk búið að veita samkeppnishæfa þjónustu fyrir viðskiptavini með mikla gagnaflutningsþörf.  Í gagnaverinu er fyrir stórnotandinn Opera ASA.